Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði er Fiorentina vann Panathinaikos, 3-1, og kom sér í 8-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.
Flórensarliðið tapaði óvænt fyrir gríska liðinu í Aþenu, 3-2, en kom til baka með stæl.
Rolando Mandragora skoraði stórbrotið mark á 12. mínútu með langskoti efst í vinstra hornið og þá bætti Albert við öðru marki liðsins um tólf mínútum síðar er hann keyrði inn í teiginn vinstra megin og skaut boltanum, sem hafði viðkomu af varnarmanni, og í netið.
Moise Kean, markahæsti maður Fiorentina á tímabilinu, gerði þriðja mark liðsins þegar stundarfjórðungur var eftir en Fotis Ioannidis gerði eina mark gestanna úr vítaspyrnu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok.
Serbneski varnarmaðurinn Filip Mladenovic fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. Panathinaikos fann ekki leið til að koma leiknum í framlengingu og fer Fiorentina áfram samanlagt, 5-4.
Albert fór af velli hjá Fiorentina þegar hálftími var til leiksloka á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Fiorentina mætir Celje frá Slóveníu í 8-liða úrslitum.
Chelsea marði þá danska stórliðið FCK, 1-0, á Stamford Bridge, en Enzo Maresca geymdi marga lykilmenn á bekknum.
Enska liðið vann fyrri leikinn 2-1 á Parken og náði að fagna öðrum sigri í kvöld.
Kiernan Dewsbury-Hall skoraði eina markið er hann náði einhvern veginn að þrýsta sér í gegnum vörn FCK og leggja boltann framhjá Dian Ramaj í markinu.
Markið kom þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og leið Chelsea nokkuð þægilega eftir það og tókst að fleyta sér áfram í 8-liða úrslit. Chelsea mætir Legía Varsjá eða Molde, en það einvígi er komið í framlengingu.
Antony, sem er á láni hjá Real Betis frá Man Utd, fór þá mikinn í 4-0 sigri Real Betis á Vitoria Guimaraes. Hann og Isco náðu enn og aftur vel saman.
Brasilíumaðurinn skoraði þriðja mark Betis eftir stoðsendingu Isco og náði Antony að endurgjalda greiðann þegar tíu mínútur voru eftir með því að leggja upp fyrir Isco.
Betis fór samanlagt áfram, 6-2, og mætir pólska liðinu Jagiellonia í 8-liða úrslitum.
Guimaraes 0 - 4 Betis (Samanlagt, 2-6)
0-1 Cedric Bakambu ('5 )
0-2 Cedric Bakambu ('20 )
0-3 Antony ('58 )
0-4 Alarcon Isco ('80 )
Fiorentina 3 - 1 Panathinaikos (Samanlagt, 5-4)
1-0 Rolando Mandragora ('12 )
2-0 Albert Gudmundsson ('24 )
3-0 Moise Kean ('75 )
3-1 Fotis Ioannidis ('81 , víti)
Rautt spjald: Filip Mladenovic, Panathinaikos ('90)
Legia 1 - 0 Molde (Framlengt)
1-0 Ryoya Morishita ('34 )
Chelsea 1 - 0 FC Kobenhavn (Samanlagt, 3-1)
1-0 Kiernan Dewsbury-Hall ('55 )
Cercle Brugge 2 - 0 Jagiellonia (Samanlagt, 2-3)
1-0 Hannes van der Bruggen ('8 )
2-0 Felipe Augusto ('50 )
Lugano 5 - 4 Celje (Cejle áfram eftir vítakeppni)
1-0 Mohamed Belhaj Mahmoud ('21 )
1-1 Svit Seslar ('40 )
2-1 Georgios Koutsias ('42 )
3-1 Daniel Dos Santos ('44 )
3-2 Tamar Svetlin ('68 )
4-2 Georgios Koutsias ('80 )
4-3 Armandas Kucys ('90 , víti)
4-4 Juanjo Nieto ('97 )
5-4 Ousmane Doumbia ('118 )
Rautt spjald: Albian Hajdari, Lugano ('90)
Rapid 2 - 1 Borac BL (Samanlagt, 3-2)
0-1 Sandi Ogrinec ('66 )
1-1 Dion Beljo ('70 )
2-1 Louis Schaub ('96 )
Djurgarden 3 - 0 Pafos FC (Samanlagt, 3-1)
1-0 Oskar Fallenius ('35 )
2-0 Daniel Stensson ('69 )
3-0 Tokmac Nguen ('86 )
Athugasemdir