Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Birmingham kaupir Alfons frá Twente í sumar
Mynd: Birmingham City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birmingham CIty hefur náð samkomulagi við Twente um kaup á íslenska landsliðsmanninum Alfons Sampsted en þetta staðfestir leikmaðurinn í viðtali við BirminghamLive.

Blikinn kom á láni til Birmingham frá Twente fyrir tímabilið og spilað sautján leiki í öllum keppnum.

Honum hefur ekki tekist að vinna sér fast sæti í liðinu þrátt fyrir að hafa gert vel á þeim mínútum sem hann hefur fengið, þar sem hann hefur meðal annars spilað sem hægri bakvörður og sem miðvörður.

Alfons hafði beðið þolinmóður eftir því að byrja deildarleik á tímabilinu en hann fékk loks tækifærið í 2-1 sigri á Stevenage á þriðjudag og má segja að hann gripið það. Það var ekki nóg með að hann fiskaði vítaspyrnu heldur var hann frábær varnarlega og valinn besti maður vallarins.

Varnarmaðurinn staðfesti í samtali við BirminghamLive að hann verði áfram hjá enska félaginu og verða Íslendingarnir því áfram tveir hjá félaginu, en Willum Þór Willumsson var keyptur frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles síðasta sumar.

„Já. Ég veit ekki hvort ég get sagt eitthvað um þetta, en já,“ sagði Alfons er BirminghamLive spurði hann út í það hvort hann yrði áfram hjá félaginu.

Kaupákvæði var í samningi Alfonsar sem búið er að virkja og því ljóst að hann gerir langtímasamning í sumar.

Mikil ánægja er með landsliðsmanninn og hrósaði Chris Davies, stjóri Birmingham, honum í hástert eftir frammistöðuna gegn Stevenage.

Davies sagði Alfons hafa sýnt ótrúlega fagmennsku frá fyrsta degi, að hugarfar hans væri í sérflokki og einn besti atvinnumaður sem hann hefur unnið með. Það kemur því ekki á óvart að Birmingham hafi ákveðið að gera skiptin varanleg.

Birmingham er með fjórtán stiga forystu í efsta sæti C-deildarinnar og aðeins tímaspursmál hvenær liðið tryggir sér farseðilinn í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner