Adam Ægir Pálsson og Kristófer Jónsson voru báðir í tapliðum í C-deildinni á Ítalíu í kvöld.
Kristófer spilaði allan leikinn með Triestina sem tapaði fyrir AlbinoLeffe, 2-0, í A-riðlinum en Triestina er í erfiðri fallbaráttu og situr nú í 17. sæti með 30 stig þegar sjö leikir eru eftir af deildarkeppninni.
Á meðan var Adam Ægir á bekknum hjá Novara en kom inn þegar nokkrar mínútur voru eftir í 1-0 tapi gegn Vicenza.
Novara er í 11. sæti A-riðils með 31 stig og á enn góðan möguleika á að komast í umspil.
Þetta var þriðji leikur hans með Novara en hann gekk í raðir liðsins frá Perugia í byrjun árs.
Athugasemdir