Rangers 0 - 2 Fenerbahce (3-2 eftir vítakeppni)
0-1 Sebastian Szymanski ('45 )
0-2 Sebastian Szymanski ('73 )
0-1 Sebastian Szymanski ('45 )
0-2 Sebastian Szymanski ('73 )
Skoska liðið Rangers hafði betur gegn Fenerbahce í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og er nú komið áfram í næstu umferð, en úrslitin réðust í vítakeppni.
Rangers vann fyrri leikinn í Tyrklandi, 3-1, og þurfti stórkostlega frammistöðu frá lærisveinum Jose Mourinho til að koma til baka í einvíginu.
Pólski sóknarmaðurinn Sebastian Szymanski sá til þess að halda vonum þeirra á lífi með tveimur mörkum. Fyrra markið var algert draumamark er hann smellhitti boltann á lofti eftir fyrirgjöf frá vinstri og seinna markið með laglegri afgreiðslu á 73. mínútu.
Mörkin urðu ekki fleiri eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að framlengja. Færin voru á báða bóga í framlengingunni en engin mörk og þurfti því vítakeppni til að knýja fram sigurvegara.
Jack Butland, markvörður Rangers, varði tvær spyrnur og þá skaut Mert Yandes fimmtu spyrnu yfir markið. Rangers skoraði á meðan úr þremur spyrnum og klúðraði einni.
Rangers komið áfram og mætir Athletic Bilbao í 8-liða úrslitum en Fenerbahce er úr leik.
Athugasemdir