Klukkan 17:45 hefst leikur SK Rapid og Borac Banja Luka í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Fljótt á litið er leikurinn kannski ekkert sérstaklega spennandi en hann getur haft talsverð áhrif á landslagið í íslenskum fótbolta.
Besta deildin er sem stendur í 33. sæti á listanum yfir deildir Evrópu. Liðin safna stigum með því að ná árangri í Evrópukeppnum. Í sætinu fyrir neðan situr Bosnía & Hersegóvína en þaðan er einmitt félagið Borac.
33. sætið er mjög mikilvægt en það gefur einu íslensku liði þátttökurétt í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Íslandsmeistararnir færu ennþá áfram í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, 2. sætið færi beint í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni og 3. sætið færi í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bikarmeistararnir færu þá í 1. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Það að fara beint í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar er verðmætt því það félag fær sjálfkrafa hærri upphæð fyrir að taka þátt í Evrópukeppni. Bikarmeistararnir verða þá líka með það öryggisnet að ef þeir tapa einvígi þá fara þeir niður í næstu umferð Sambandsdeildarinnar.
Ísland hefur verið á uppleið á listanum og hefur árangur Breiðabliks og Víkings að undanförnu mikil áhrif.
Besta deildin er sem stendur í 33. sæti á listanum yfir deildir Evrópu. Liðin safna stigum með því að ná árangri í Evrópukeppnum. Í sætinu fyrir neðan situr Bosnía & Hersegóvína en þaðan er einmitt félagið Borac.
33. sætið er mjög mikilvægt en það gefur einu íslensku liði þátttökurétt í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Íslandsmeistararnir færu ennþá áfram í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, 2. sætið færi beint í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni og 3. sætið færi í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bikarmeistararnir færu þá í 1. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Það að fara beint í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar er verðmætt því það félag fær sjálfkrafa hærri upphæð fyrir að taka þátt í Evrópukeppni. Bikarmeistararnir verða þá líka með það öryggisnet að ef þeir tapa einvígi þá fara þeir niður í næstu umferð Sambandsdeildarinnar.
Ísland hefur verið á uppleið á listanum og hefur árangur Breiðabliks og Víkings að undanförnu mikil áhrif.
Ef Borac vinnur leikinn í kvöld, og þar með einvígið, fer Bosnía upp fyrir Ísland á listanum, en önnur úrslit í einvíginu þýða að Ísland heldur sínu sæti.
Þetta gildir frá og með tímabilinu 2026/27 í Evrópu. Komandi tímabil helst óbreytt; Breiðablik fer í forkeppni Meistaradeildarinnar og Víkingur, Valur og KA fara í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Ef Borac vinnur á eftir þá verða Evrópusætin tímabilið 2026/27 eins og síðustu ár hjá íslensku liðunum; Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni og hin þrjú Evrópuliðin færu í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.
Þess má geta að Víkingur mætti Borac í Sambandsdeildinni í vetur og vann 2-0 sigur á Kópavogsvelli.
???? Most wins in Europe this season:
— Football Rankings (@FootRankings) March 8, 2025
???????????????????????????? England, 42-10-12
???????? Spain, 40-6-22
???????? Italy, 37-19-22
???????? Germany, 36-10-28
???????? Belgium, 30-11-21
???????? Portugal, 28-14-16
???????? Netherlands, 28-14-22
???????? France, 27-13-23
???????? Czechia, 27-9-21
???????? Sweden, 23-8-18
???????? Norway, 23-6-13
???????? Greece, 23-6-15… pic.twitter.com/R7cL5VMhVX
Athugasemdir