Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   fim 13. mars 2025 23:56
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir ensku liðanna: Fernandes og Dorgu bestir - Þrír leikmenn Tottenham fá níu
Bruno Fernandes var auðvitað bestur hjá United
Bruno Fernandes var auðvitað bestur hjá United
Mynd: EPA
James Maddison var frábær með Tottenham
James Maddison var frábær með Tottenham
Mynd: Tottenham
Kiernan Dewsbury-Hall átti góða frammistöðu gegn FCK
Kiernan Dewsbury-Hall átti góða frammistöðu gegn FCK
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, James Maddison og Kiernan Dewsbury-Hall voru bestu menn ensku liðanna í Evrópuboltanum í kvöld. Sky Sports sér eum einkunnagjöfina að þessu sinni.

Fernandes skoraði þrennu er Manchester United komst áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar með því að vinna 4-1 sigur á Real Sociedad. Hann gerði tvö mörk úr víti og fullkomnaði síðan þrennuna undir lokin eftir stoðsendingu Alejandro Garnacho.

Hann fær 9 fyrir frammistöðuna eins og Patrick Dorgu sem átti magnaðan leik í liði United. Varnarmennirnir Ayden Heaven og Matthijs De Ligt voru slakastir ásamt Rasmus Höjlund með sexu.

Illa vegið að Höjlund sem fiskaði vítaspyrnu og lagði upp fjórða mark United, en enn gengur illa að nýta færin.

Orri Steinn Óskarsson fékk sex fyrir innkomu sína hjá Real Sociedad í leiknum.

Man Utd: Onana (7), De Ligt (6), Heaven (6), Mazraoui (7), Dalot (7), Casemiro (7), Fernandes (9), Dorgu (9), Zirkzee (8), Hojlund (6), Garnacho (7).
Varamenn: Collyer (6)

Real Sociedad: Remiro (6), Elustondo (5), Zubeldia (5), Aguerd (6), Munoz (6), Marin (6), Zubimendi (6), Mendez (6), Becker (5), Oyarzabal (6), Kubo (7).
Varamenn: Barranetxea (5), Aramburu (3), Turrientes (6), Oskarsson (6), Traore (6).

Tottenham komst þá áfram í Evrópudeildinni eftir 3-1 sigur á AZ Alkmaar. Heung-Min Son, James Maddison og Wilson Odobert fengu allir níu frá Sky en Maddison fékk verðlaunin sem maður leiksins.

Lucas Bergvall kom næstur á eftir þeim með átta í einkunn.

Tottenham: Vicario (6), Pedro Porro (6), Spence (7), Van de Ven (7), Romero (6), Sarr(6), Bergvall (8), Maddison (9), Odobert (9), Solanke (7), Son (9).
Varamenn: Gray (6), Bissouma (7), Johnson(6).

Kiernan Dewsbury-Hall reyndist hetja Chelsea sem vann FCK, 1-0, á Stamford Bridge í Sambandsdeild Evrópu. Chelsea vann fyrri leikinn 2-1 og náði því að sigla sigrinum heim í kvöld. Dewsbury-Hall skoraði eina markið og átti almennt mjög góðan leik en hann fær 8. Moises Caicedo kom næstur með 7.

Chelsea: Jorgensen (6), Acheampong (6), Chalobah (6), Tosin (6), Badiashile (6), Caicedo (7), Fernandez (5), George (6), Dewsbury-Hall (8), Sancho (6), Neto (6).
Varamenn: Palmer (6), Cucurella (6), Nkunku (6), James (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner