Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 17:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar og Viðar mættu Crystal Palace
Brynjar Ingi og Viðar Ari.
Brynjar Ingi og Viðar Ari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Enska úrvalsdeildafélagið Crystal Palace gat stokkið til Marbella á Spáni í létta æfingaferð þar sem liðið á ekki leik fyrr en 29. mars. Framundan er úrslitaleikur deildabikarsins og þar mætir Newcastle liði Liverpool. Palace átti að mæta Newcastle um helgina en sá leikur verður ekki spilaður fyrr en 16. apríl.

Í dag mætti Palace norska liðinu HamKam í æfingaleik og vann 0-1 sigur.

Það var Brasilíumaðurinn Matheus Franca sem skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu og kom það svolítið upp úr engu. Hann var heppinn hvernig boltinn féll fyrir hann, tók hann á lofti og skoraði.

Í byrjunarliði HamKam voru tveir Íslendingar, þeir Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson. Þeir spiluðu allan leikinn.

Brynjar Ingi fékk tvö tækifæri til að skora í leiknum, náði skalla eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik en boltinn fór yfir mark Palace og í seinni hálfleik sá svo Matt Turner í marki Palace við honum.

Norska deildin byrjar í lok mánaðar og tekur HamKam á móti Kristiansund í fyrstu umferð.





Athugasemdir
banner
banner
banner