Wayne Rooney, goðsögn hjá Manchester United, hefur sagt sína skoðun á leikmannahópi Manchester United og hvað hann telur að þurfi að gera til að taka næsta skref.
Rooney segir að allt að 15 leikmenn í núverandi hópi þurfi að fara og aðrir fengnir inn í staðinn. Hann nefnir einungis tvo leikmenn sem hann vill halda fyrir næsta kafla félagsins.
United hefur átt sögulega erfitt tímabil, þurft að gera stjóraskipti og liðið situr í neðri helmingi úrvalsdeildarinnar. Eina von liðsins á Evrópusæti er með því að vinna Evrópudeildina.
Rooney segir að allt að 15 leikmenn í núverandi hópi þurfi að fara og aðrir fengnir inn í staðinn. Hann nefnir einungis tvo leikmenn sem hann vill halda fyrir næsta kafla félagsins.
United hefur átt sögulega erfitt tímabil, þurft að gera stjóraskipti og liðið situr í neðri helmingi úrvalsdeildarinnar. Eina von liðsins á Evrópusæti er með því að vinna Evrópudeildina.
Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo eru einu leikmennirnir sem Rooney vill halda. „Bruno er sá eini sem heldur alltaf áfram að skila, hann fer stundum í taugarnar á manni en hann skilar alltaf. Ég myndi halda Bruno og Mainoo," sagði Rooney í Stick to Football.
„Það þarf að fara í miklar breytingar á hópnum. Mér finnst 10-15 leikmenn þurfa að fara frá félaginu. Auðvitað er það ekki hægt, en hugarfarið þarna er þannig að enginn tekur ábyrgð (í leikmannahópnum). Kúltúrinn hjá félaginu er þannig að það er of auðvelt að tapa leikjum og menn koma svo og tala um að reyna vinna næsta leik og allt það bull. Sýniði bara karakter og berjist á vellinum," sagði Rooney ákveðinn.
„Það er erfitt að horfa, þetta er sárt. Að vera frá Liverpool en hafa verið svo mörg ár í United, þá vil ég að liðinu gangi vel, ég er með krakkana mína í akademíunni og það er sárt að horfa á liðið," sagði Rooney.
Athugasemdir