Legia 2 - 0 Molde (Samanlagt, 4-3)
1-0 Ryoya Morishita ('34 )
2-0 Marc Gual ('108 )
Rautt spjald: Kristian Eriksen, Molde ('118)
1-0 Ryoya Morishita ('34 )
2-0 Marc Gual ('108 )
Rautt spjald: Kristian Eriksen, Molde ('118)
Pólska liðið Legia Varsjá hefur tryggt sér tveggja leikja rimmu gegn Chelsea í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu eftir að liðið vann Molde, 2-0, eftir framlengdan leik í Póllandi.
Legia tapaði óvænt í Noregi, 3-2, en ætlaði heldur betur að bregðast við því í kvöld.
Ryoya Morishita jafnaði einvígið með marki á 34. mínútu og skoraði síðan Marc Gual markið sem kom Legia áfram í 8-liða úrslitin þegar tólf mínútur voru eftir af framlengingunni.
Kristian Eriksen, leikmaður Molde, var síðan rekinn af velli þegar lítið var eftir og fór allt í háaloft í kjölfarið. Hiti í Póllandi enda allt undir hjá báðum liðum.
Legia hélt út og hefur nú tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum. Eins og kom fram hér fyrir ofan verður sigurstranglegasta lið keppninnar, Chelsea, andstæðingur liðsins, en leikirnir fara fram í næsta mánuði.
Athugasemdir