Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var í skýjunum með þessa viku hjá liðinu en það er nú komið áfram í 8-liða úrslit eftir frábæra frammistöðu gegn Real Sociedad á Old Trafford.
United spilaði mjög vel gegn Sociedad og verðskuldaði að fara áfram.
Bruno Fernandes skoraði þrennu og Diogo Dalot eitt í sigrinum.
„Þetta var fullgerð vika. Við sýndum aðeins hvernig framtíðin verður og í dag fengum við góða frammistöðu frá liðinu og var líkamlegi þátturinn til staðar.“
„Þetta er allt öðruvísi í þessari keppni. Við getum verið það lið sem er með líkamleg yfirráð. Vikan var erfið en góð,“ sagði Amorim, en United-liðið gerði einnig 1-1 jafntefli við sterkt lið Arsenal síðustu helgi og virðist því allt vera á uppleið hjá þeim rauðu.
„Ég er líka að læra hvernig best sé að nota leikmenn eins og Casemiro. Við erum ekki með marga kosti og erum því að reyna að setja leikmenn í bestu stöðurnar. Þú gast fundið að þeir fengu meira frjálsræði vegna leiksins á Spáni í fyrri leiknum þannig við reyndum að nýta hraða Garnacho á hægri vængnum.“
„Hann hefur sýnt mér svo margt hægra megin og er jafnvel betri þar en vinstra megin,“ sagði Amorim.
Rasmus Höjlund fiskaði víti og lagði upp mark í leiknum, en tekst einfaldlega ekki að skora. Það veldur danska framherjanum áhyggjum að geta ekki skorað.
„Við spilum með tvær 'tíur'. Við þurfum einn leikmann til að ýta liðinu upp og taka hlaupin. Hann er mikil hjálp og í dag átti hann 3-4 tengingar sem leyfðu okkur að breyta leiknum. Hann þarf bara að skora mark því hann er svo áhyggjufullur,“ sagði Amorim.
Athugasemdir