Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Íslendingar mæta stórliðum
Albert og félagar í Fiorentina mæta Juventus
Albert og félagar í Fiorentina mæta Juventus
Mynd: EPA
Íslendingalið Fiorentina og Venezia fá erfið verkefni í 29. umferð Seríu A á Ítalíu um helgina.

Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce heimsækja Genoa klukkan 19:45 í kvöld. Þórir hefur spilað vel með Lecce eftir áramót og var valinn aftur í A-landsliðið á dögunum.

Á morgun eru fjórir leikir. Milan mætir Cesc Fabregas og lærisveinum hans í Como og þá fara nýliðar Parma í heimsókn til botnliðs Monza.

Sunnudagurinn er stærsti dagur helgarinnar og sérstaklega hjá Íslendingunum. Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson eru hluti af liði Venezia sem mætir titilbaráttuliði Napoli og þá verður Albert Guðmundsson væntanlega í liði Fiorentina sem mætir Juventus í Flórens.

Topplið Inter mætir Atalanta, sem er í þriðja sæti, í Bergamó.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:45 Genoa - Lecce

Laugardagur:
14:00 Monza - Parma
14:00 Udinese - Verona
17:00 Milan - Como
19:45 Torino - Empoli

Sunnudagur:
11:30 Venezia - Napoli
14:00 Bologna - Lazio
15:00 Roma - Cagliari
17:00 Fiorentina - Juventus
19:45 Atalanta - Inter
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 28 18 7 3 63 27 +36 61
2 Napoli 28 18 6 4 45 23 +22 60
3 Atalanta 28 17 7 4 63 26 +37 58
4 Juventus 28 13 13 2 45 25 +20 52
5 Lazio 28 15 6 7 50 36 +14 51
6 Bologna 28 13 11 4 44 34 +10 50
7 Roma 28 13 7 8 43 30 +13 46
8 Fiorentina 28 13 6 9 43 30 +13 45
9 Milan 28 12 8 8 42 32 +10 44
10 Udinese 28 11 7 10 35 38 -3 40
11 Torino 28 8 11 9 33 34 -1 35
12 Genoa 28 7 11 10 26 36 -10 32
13 Como 28 7 8 13 34 44 -10 29
14 Cagliari 28 6 8 14 28 43 -15 26
15 Verona 28 8 2 18 28 58 -30 26
16 Lecce 28 6 7 15 20 46 -26 25
17 Parma 28 5 9 14 34 48 -14 24
18 Empoli 28 4 10 14 23 45 -22 22
19 Venezia 28 3 10 15 23 42 -19 19
20 Monza 28 2 8 18 23 48 -25 14
Athugasemdir
banner
banner