Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 16:01
Elvar Geir Magnússon
Danso og Bentancur ekki með Tottenham í kvöld
Bentancur fékk spjald í síðustu viku og er í banni í kvöld.
Bentancur fékk spjald í síðustu viku og er í banni í kvöld.
Mynd: EPA
Tottenham tapaði fyrri leiknum.
Tottenham tapaði fyrri leiknum.
Mynd: EPA
Í kvöld klukkan 20:00 er seinni leikur Tottenham og AZ Alkmaar í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn endaði með 1-0 útisigri AZ Alkmaar eftir skrautlegt sjálfsmark Lucas Bergvall.

Son Heung-min, fyrirliði Tottenham, segir að leikur kvöldsins sé mikilvægasti leikur enska liðsins á tímabilinu. Evrópudeildin er eini raunhæfi möguleiki Spurs á að vinna titil í ár.


Tottenham verður án Kevin Danso og Rodrigo Bentancur í leiknum. Austurríski miðvörðurinn er að glíma við meiðsli aftan í læri og úrúgvæski miðjumaðurinn tekur út leikbann.

Ange Postecoglou stjóri Tottenham gæti teflt Micky van de Ven og Cristian Romero saman í miðverðinum, í fyrsta sinn síðan 8. desember en þeir hafa báðir verið á meiðslalistanum.

Tottenham er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Evrópudeildin
17:45 Lazio - Plzen (2-1)
17:45 Olympiakos - Bodo-Glimt (0-3)
17:45 Eintracht Frankfurt - Ajax (2-1)
17:45 Athletic - Roma (1-2)
20:00 Tottenham - AZ (0-1)
20:00 Rangers - Fenerbahce (3-1)
20:00 Lyon - Steaua (3-1)
20:00 Man Utd - Real Sociedad (1-1)
Athugasemdir
banner
banner