
Sveinn Aron er 22 ára sóknarmaður sem er samningsbundinn ítalska félaginu Spezia. Hann er á láni hjá OB í Danmörku þessa leiktíðina. Sveinn leiddi framlínu íslenska U21 árs landsliðsins í liðinni undankeppni og er í hópnum sem fer til Ungverjalands og spilar í milliriðli í næstu viku.
Hann er uppalinn hjá Barcelona og Gavá á Spáni en kom inn í lið HK sumarið 2015. Hann lék með Val sumarið 2016 og Breiðabliki 2017 og fór þaðan til Spezia. Hann hefur skorað sex mörk í fimmtán U21 landsleikjum og sýnir í dag á sér hina hliðina.
Hann er uppalinn hjá Barcelona og Gavá á Spáni en kom inn í lið HK sumarið 2015. Hann lék með Val sumarið 2016 og Breiðabliki 2017 og fór þaðan til Spezia. Hann hefur skorað sex mörk í fimmtán U21 landsleikjum og sýnir í dag á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Sveinn Aron Guðjohnsen
Gælunafn: Svenni
Aldur: 22 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2016 á móti aftureldingu minnir mig
Uppáhalds drykkur: Pepsi max
Uppáhalds matsölustaður: Bangkok Kópavogi
Hvernig bíl áttu: Er á bílaleigubíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: All American
Uppáhalds tónlistarmaður: Luigi, plís ekki hætta
Uppáhalds hlaðvarp: Þarf alltaf að vera grín?
Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi krull
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Bananasósa, kiwi og tvöfalt hnetusmjör
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: yes I have got it
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍBV, gæti ekki hugsað mér að búa þar
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Maxi Lopez
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Addi Vidd og hinn þarna sem aðstoðaði hann í u21
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Dettur enginn í hug
Sætasti sigurinn: Sigurinn á móti Frosinone þegar við fórum upp í Serie A
Mestu vonbrigðin: Tapa úrslitaleik á Gothia cup
Uppáhalds lið í enska: Chelsea
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birki Val
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri, Daníel og síðan er Ólöf Thalía að koma sterk inn
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Adam Páls baby
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: R9
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Aron Elís hann er rosalegur
Uppáhalds staður á Íslandi: Fossvogur
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Kem inná í fyrsta sinn á síðasta tímabili og gef stoðsendingu, skora og fæ gult spjald allt á 10min
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Þarf alltaf að vera í sömu legghlífum, búinn að vera í þeim síðan ég var 13 ára
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei ekki mikið
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Phantomvenom
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði , það var basl
Vandræðalegasta augnablik: Dettur ekkert í hug
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jón Dagur góður í pabba hlutverkinu, Birkir Valur alltaf til í einhverja vitleysu og Guðmundur Andri með nánast allt á hreinu
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Tala 5 tungumál
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Guðmundur Andri og Kolli Finns, kom mér á óvart hvað þeir eru vitlausir
Hverju laugstu síðast: Úff næ ekki að fylgjast með þær eru svo margar
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja Aron Elís hvert allt hárið hans fór
Athugasemdir