Veigar Páll Gunnarsson, framherji Stjörnunnar var auðvitað sáttur eftir 3-0 sigur sinna manna gegn KR í dag. Veigar átti mjög góðan leik þar sem hann skoraði mark og lagði upp annað.
Framherjinn var afar sáttur við spilamennsku liðsins í dag.
Framherjinn var afar sáttur við spilamennsku liðsins í dag.
„Fyrst og fremst fannst mér við spila frábærlega í dag. Að sjálfsögðu hefur það eitthvað með það að gera að KR-ingarnir voru óheppnir að missa mann útaf snemma leiks."
Veigar hefur ekki fengið að spila mikið á þessari leiktið en hann hefur spilað síðustu tvo leiki þar sem afar vel hefur gengið.
„Síðustu tveir leikir hafa verið betri. Kannski er það að núna er engin pressa á okkur."
„Ég er klár fyrir næsta tímabil og ég vil meina að ég eigi helling inni. Allir menn sem fá lítið að spila eru svekktir, þar á meðal ég."
Veigar var léttur á því í dag þegar hann var spurður um standið á sér.
„Líkaminn minn er aldrei í toppstandi."
Athugasemdir