Víkingar eru komnir í vafalítið langþráð frí eftir mikla keyrslu undanfarið ár. Víkingar kláruðu Íslandsmótið í lok október og meðfram því höfðu þeir spilað í Evrópu og farið alla leið í úrslitaleik bikarsins. Það hefur því verið talsvert álag á mörgum leikmönnum liðsins.
Leikmenn Víkings eiga að mæta á æfingu aftur 15. janúar. Næsti alvöru leikur liðsins er svo 13. febrúar sem verður fyrri leikur liðsins gegn Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Fótbolti.net ræddi í dag við Víkinginn Halldór Smára Sigurðsson.
Leikmenn Víkings eiga að mæta á æfingu aftur 15. janúar. Næsti alvöru leikur liðsins er svo 13. febrúar sem verður fyrri leikur liðsins gegn Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Fótbolti.net ræddi í dag við Víkinginn Halldór Smára Sigurðsson.
„Við eigum að vera mættir aftur 15. janúar á skipulagðar æfingar. Styrktarþjálfarinn sagði samt að við ættum að fara hreyfa okkur strax á mánudaginn. Ég sé nú aðeins til með það," segir Halli á léttu nótunum.
„Ég held það sé fínt að fá þetta frí. Við erum búnir að vera það mikið saman. Þó að það sé alltaf gaman og ekkert vesen, þá held ég að menn hafi bara gott af því að fara smá frá hvor öðrum og svo hlakka til að koma aftur saman."
Víkingur byrjaði að æfa fyrir tímabilið 2024 í nóvember fyrir tæpum 14 mánuðum síðan.
„Þetta er búið að vera svakalegt, en ég er samt ekki að finna þannig þreytu á hópnum. Auðvitað eru margir búnir að spila nánast hvern einasta leik, mjög mikið af leikjum, en andlega - samveran með liðsfélögunum - ég hef ekki fundið fyrir neinni þreytu þar," segir Halli.
Athugasemdir