Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   þri 22. júlí 2014 11:44
Magnús Már Einarsson
Kassim Doumbia: Myndi aldrei slá dómara
Kassim brást illa við rauða spjaldinu.
Kassim brást illa við rauða spjaldinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kassim fagnar marki sínu með Heimi.
Kassim fagnar marki sínu með Heimi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Þessi tvö gulu spjöld sem ég fékk eru grín að mínu mati," sagði Kassim ,,the Dream" Doumbia varnarmaður FH við Fótbolta.net í dag um rauða spjaldið sem hann fékk í 4-2 sigrinum á Breiðabliki í gær.

Kassim fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik og þar með það rauða á 39. mínútu.

,,Ég hindraði manninn aðeins í fyrra brotinu og hann datt eins og þeir gera alltaf. Ef þetta er brot þá var þetta mitt fyrsta brot í leiknum og ég fékk gula spjaldið."

,,Í síðara spjaldinu var ég að hoppa og og þú notar hendurnar til að fara hærra. Boltinn fór í hendina og ef þetta er brot, af hverju fæ ég þá aftur gult spjald? Tvö brot og tvö gul spjöld. Af hverju? Ég skil þetta ekki."


,,Mér finnst að hann megi tala við mig og gefa mér viðvörun áður en hann spjaldar mig. Mér finnst fyrsta brotið ekki vera gula spjaldið. Í síðustu viku var þetta eins hjá Pétri (Viðarssyni). Tvö brot og tvö gul spjöld. Ég skil þetta ekki. Dómararnir verða að hugsa um þetta."

Myndi aldrei slá dómarann
Kassim brást illa við þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið en hann virtist reyna að taka spjaldið af dómaranum.

,,Kannski vilja menn meina að ég hafi slegið hann en ég myndi aldrei gera það. Ég reyndi bara að toga hendina hans niður og ekkert annað."

,,Ég var mjög reiður og þetta voru viðbrögðin. Ég vildi samt ekki gera dómaranum neitt. Hann setti hendina upp og þetta voru viðbrögð mín. Eg á ekki að gera þetta."


Lofaði Heimi að hann myndi skora
FH-ingar endurheimtu toppsætið í deildinni með sigrinum í gær eftir að Stjarnan hafði skotist á toppinn á sunnudaginn.

,,Ég er mjög ánægður með sigurinn. Liðið lagði hart að sér og náði að vinna leikinn. Ég er líka mjög ánægður með markið mitt en tveimur mínútum síðar var ég rekinn út af," sagði Kassim sem fagnaði markinu með Heimi Guðjónssyni þjálfara FH.

,,Við æfðum þetta á æfingu og ég sagði Heimi að ég myndi skora. Hann sagði 'Kassim, þú verður að skora' og ég sagði ,,allt í lagi, ég skal skora.' Ég skoraði og hljóp þess vegna beint til hans," sagði Kassim.
Athugasemdir
banner
banner