
Selfoss unnu góðan sigur á FH í dag og fengu þar með sín fyrstu stig í Pepsi-Max deildinni árið 2020. Dagný Brynjarsdóttir var að vonum ánægð með sigurinn:
Lestu um leikinn: FH 0 - 2 Selfoss
"Þetta voru kærkomin stig og mér fannst við gera vel í dag. Þetta var erfiður útivöllur og ljúft að brjóta ísinn og skora loksins. Þetta voru fyrstu mörkin okkar og gott að halda hreinu."
"Í hinum leikjunum vorum við mest í því að fara bara fram og til baka svo í þessum leik vildum við halda betur í boltann og skipta betur á milli vængjanna og við gerðum það aðeins betur. Svo erum við farnar að vinna betur í kringum markið og látum boltann ganga betur og finna manninn í besta færinu. Það hefðum við svosem oft getað gert betur í dag, síðasta sendingin var oft að klikka. En við skorðum tvö mörk og föstu leikatriðin betri en þau hafa verið."
Selfyssingar hafa í sumar fengið á sig þrjú mörk úr föstum leikatriðum, var ekki gott að snúa taflinu við og skora úr horni í dag?
"Jú algjörlega við erum með það hávaxið lið og erum það sterkar varnar- og sóknarlega að við eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum heldur eigum við að skora úr þeim. Það hefur líka vantað að spyrnurnar hafa ekki verið nógu góðar en þær voru góðar í dag og gott að skora úr þeim."
Næsti leikur Selfoss í deildinni er gegn Stjörnunni, er ekki planið að bæta þremur stigum við þar?
"Jú klárlega, við tökum bara hvern leik fyrir sig og auðvitað stefnum við á 3 stig þar."
Nánar er rætt við Dagnýju í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir