Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   þri 23. júní 2020 22:05
Helga Katrín Jónsdóttir
Dagný Brynjars: Ljúft að brjóta ísínn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss unnu góðan sigur á FH í dag og fengu þar með sín fyrstu stig í Pepsi-Max deildinni árið 2020. Dagný Brynjarsdóttir var að vonum ánægð með sigurinn:

Lestu um leikinn: FH 0 -  2 Selfoss

"Þetta voru kærkomin stig og mér fannst við gera vel í dag. Þetta var erfiður útivöllur og ljúft að brjóta ísinn og skora loksins. Þetta voru fyrstu mörkin okkar og gott að halda hreinu."

"Í hinum leikjunum vorum við mest í því að fara bara fram og til baka svo í þessum leik vildum við halda betur í boltann og skipta betur á milli vængjanna og við gerðum það aðeins betur. Svo erum við farnar að vinna betur í kringum markið og látum boltann ganga betur og finna manninn í besta færinu. Það hefðum við svosem oft getað gert betur í dag, síðasta sendingin var oft að klikka. En við skorðum tvö mörk og föstu leikatriðin betri en þau hafa verið."


Selfyssingar hafa í sumar fengið á sig þrjú mörk úr föstum leikatriðum, var ekki gott að snúa taflinu við og skora úr horni í dag?

"Jú algjörlega við erum með það hávaxið lið og erum það sterkar varnar- og sóknarlega að við eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum heldur eigum við að skora úr þeim. Það hefur líka vantað að spyrnurnar hafa ekki verið nógu góðar en þær voru góðar í dag og gott að skora úr þeim."

Næsti leikur Selfoss í deildinni er gegn Stjörnunni, er ekki planið að bæta þremur stigum við þar?

"Jú klárlega, við tökum bara hvern leik fyrir sig og auðvitað stefnum við á 3 stig þar."

Nánar er rætt við Dagnýju í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner