Núna klukkan 19:15 flautar Ívar Orri Kristjánsson til leiks á Samsungvellinum í Garðabæ þegar Stjarnan og Fylkir mætast í 18.umferð Pepsí Max-deildarinnar en um er að ræða gríðarlegan mikilvægan leik fyrir bæði lið.
Stjarnan situr fyrir leikinn í 9.sæti deildarinnar og Fylkismenn í því 10. Bæði liðin eru með 16.stig og aðeins þremur stigum frá fallsæti.
Stjarnan situr fyrir leikinn í 9.sæti deildarinnar og Fylkismenn í því 10. Bæði liðin eru með 16.stig og aðeins þremur stigum frá fallsæti.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn KA í síðustu umferð. Eyjólfur Héðinsson og Heiðar Ægisson taka út leikbann í kvöld og inn í þeirra stað koma Halldór Orri Björnsson og Emil Atlason. Þá koma Óli Valur Ómarsson og Brynjar Gauti Guðjónsson einnig inn í liðið.
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson þjálfarar Fylkis gera fjórar breytingar á liðinu sínu frá tapinu gegn Víking Reykjavík. Aron Snær Friðriksson er ekki í leikmannahópi Fylkis í kvöld eftir að hafa fengið höfuðhögg gegn Víking Reykjavík og inn í markið kemur Ólafur Kristófer Helgason þá snýr Arnór Borg Guðjohsen aftur eftir meiðsli.
Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson (f)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Magnus Anbo
8. Halldór Orri Björnsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde
99. Oliver Haurits
Byrjunarlið Fylkis:
12. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Orri Hrafn Kjartansson
22. Dagur Dan Þórhallsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen
25. Ragnar Sigurðsson
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir