Cristiano Ronaldo hefur verið iðinn við kolann að undanförnu en hann skoraði tvennu í dag.
Al-Nassr heimsótti Al-Gharafa frá Katar í Meistaaradeild Asíu dag en Ronaldo skoraði tvö mörk í 3-1 sigri. Ronaldo hefur skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum fyrir Al-Nassr og portúgalska landsliðið.
Joselu, fyrrum liðsfélagi Ronaldo hjá Real Madrid skoraði mark Al-Gharafa. Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Al-Gharafa vegna meiðsla.
Riyad Mahrez lagði upp bæði mörkin á Ivan Toney í 2-1 sigri Al-Ahli gegn Al-Ain. Átta efstu liðin komast áfram en Al-Ahli er með 15 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir. Al-Nassr með 13 stig og Al-Gharafa með fjögur stig.
Athugasemdir