Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mán 25. nóvember 2024 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Helgi Fróði og Elías Rafn aftur á sigurbraut
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Helgi Fróði Ingason og félagar í Helmond unnu kærkominn sigur í næst efstu deild í Hollandi í dag.


Helgi Fróði skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í síðustu umferð í 4-3 tapi gegn Eindhoven FC en það var fjórða tap liðsins í röð.

Liðið komst aftur á sigurbraut í kvöld þegar liðið vann Den Haag 2-1 en Helgi spilaði 69 mínútur.

Helmond er í 4. sæti með 30 stig eftir sextán umferðir.

Elías Rafn Ólafsson var á sínum stað í markinu þegar Midtjylland vann Silkeborg 1-0 í dönsku deildinni. Liðið hafði tapað tveimur leikjum í röð í deildinni og fjórum leikjum samtals í öllum keppnum fyrir leikinn í kvöld.

Liðið er þó í 2. sæti með 30 stig, jafn mörg stig og topplið FCK eftir 15 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner