Sigur West Ham á Newcastle í kvöld var lífsnauðsynlegur en það var orðin mikil pressa á Julen Lopetegui, stjóra liðsins.
Liðið hefur verið reglulega í Evrópukeppnum undanfarin ár undir stjórn David Moyes en liðið er aðeins sex stigum frá fallsæti í dag. Lopetegui var spurður að möguleikum liðsins á Evrópusæti af Sky Sports eftir leikinn í kvöld.
„Ég ætla ekki að ræða það. það eina sem við hugsum er morgundagurinn. Á morgun horfum við á næsta verkefni en næsta skref er ekki að horfa til langs tíma, það hjálpar engum," sagði Lopetegui.
„Við ættum að vera Evrópulið en við erum gott lið. Það er það mikilvægasta, okkar stærsta áskorun er að vera góðir sem lið."
Athugasemdir