Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 23. ágúst 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir hollenskt félag hafa gert nokkur tilboð í Rúnar Þór
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenski varnarmaðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson er eftirsóttur þessa dagana.


Rúnar leikur með Öster í Svíþjóð en það var greint frá því fyrr í þessum mánuði að Hammarby væri nálægt því að ná samkomulagi við Öster um kaup á íslendingnum.

Hrafnkell Freyr Ágústsson greindi frá því á Twitter í gær að hollenska félagið Willem II hefði mikinn áhuga á Rúnari og hafi gert nokkur tilboð í hann.

Hann segir að viðræðurnar gangi vel og að félögin séu að ná samkomulagi.

Rúnar gekk til liðs við Öster í nóvember á síðasta ári frá Keflavík.


Athugasemdir
banner
banner
banner