Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   mið 24. júní 2020 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Marínó: Væri stemning að vinna KA á Greifavelli
Siggi í leik gegn Aftureldingu á síðasta tímabili.
Siggi í leik gegn Aftureldingu á síðasta tímabili.
Mynd: Raggi Óla
„Við erum komnir áfram og það er um það bil eina jákvæða sem tökum úr þessum leik. Við klárum þetta hérna alveg í restina," sagði Sigurður Marínó Kristjánsson, annar af markaskorurum Þórs, eftir sigur gegn Reyni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Reynir S.

Siggi skoraði úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af framlengingunni en staðan var 1-1 að loknum 90 mínútum. Þórsarar sigruðu Völsung í vítaspyrnukeppni fyrir tæpum tveimur vikum. Er spilamennskan í bikarnum áhyggjuefni?

„Það er erfitt að segja nei við þessu en ég ætla samt að gera það. Þetta er bikarinn, önnur keppni. Það er samt ekki alveg nógu gott að geta ekki sýnt okkar rétta andlit í bikarnum."

Reynir hefði með smá heppni getað leitt 0-2 í hálfleik en Þórsarar fengu þó sjálfir færi til að skora undir lok hálfleiksins. Staðan var 0-1 í hálfleik og Siggi var spurður af hverju Þórsurum tókst ekki að koma betur inn í fyrri hálfleikinn.

„Ef ég hefði svarið við því þá hefði það sennilega ekki gerst. Þetta er eitthvað sem menn þurfa að grafa ofan í hver fyrir sig. Menn verða að mæta klárir með hausinn í lagi og bara smá pung, sýna aðeins það sem við stöndum fyrir sem við gerum ekki í dag."

Þórsarar eru komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Er Siggi með óskamótherja í bikarnum?

„Já, það er rosalega auðvelt að segja bara KA. Það skiptir ekki öllu máli heima eða úti. Það væri kannski meiri stemning að hafa það á Greifavelli, vinna þá þar."

Siggi skoraði úr vítaspyrnu undir lok leiks og erfitt var að sjá á hvað var dæmt. Siggi segist ekki alveg vita á hvað var dæmt.

„Svo bendir Helgi [dómari leiksins] á punktinn. Þeir segja hendi en ég get ekki svarað því."

Að lokum var Siggi spurður út í dagana fyrir þennan leik en Þór hefur verið mikið milli tannanna á fólki og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum vegna derhúfna sem leikmenn og þjálfari voru með á höfði sér í viðtölum eftir síðasta leik. Truflaðist undirbúningurinn fyrir þennan leik vegna atburða vikunnar?

„Nei ég get ekki séð það að það hafi einhver áhrif á okkur. Þetta er eitthvað sem stjórnin glímir við. Við höfum haldið okkur algjörlega utan við þessi mál í fjölmiðlum og það á ekki að hafa nein áhrif á okkur. Ef það er samt tilfellið þá er það hjá hverjum og einum að vinna úr því. Það á ekki að hafa nein áhrif."
Athugasemdir
banner
banner