Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 24. júní 2020 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Marínó: Væri stemning að vinna KA á Greifavelli
Siggi í leik gegn Aftureldingu á síðasta tímabili.
Siggi í leik gegn Aftureldingu á síðasta tímabili.
Mynd: Raggi Óla
„Við erum komnir áfram og það er um það bil eina jákvæða sem tökum úr þessum leik. Við klárum þetta hérna alveg í restina," sagði Sigurður Marínó Kristjánsson, annar af markaskorurum Þórs, eftir sigur gegn Reyni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Reynir S.

Siggi skoraði úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af framlengingunni en staðan var 1-1 að loknum 90 mínútum. Þórsarar sigruðu Völsung í vítaspyrnukeppni fyrir tæpum tveimur vikum. Er spilamennskan í bikarnum áhyggjuefni?

„Það er erfitt að segja nei við þessu en ég ætla samt að gera það. Þetta er bikarinn, önnur keppni. Það er samt ekki alveg nógu gott að geta ekki sýnt okkar rétta andlit í bikarnum."

Reynir hefði með smá heppni getað leitt 0-2 í hálfleik en Þórsarar fengu þó sjálfir færi til að skora undir lok hálfleiksins. Staðan var 0-1 í hálfleik og Siggi var spurður af hverju Þórsurum tókst ekki að koma betur inn í fyrri hálfleikinn.

„Ef ég hefði svarið við því þá hefði það sennilega ekki gerst. Þetta er eitthvað sem menn þurfa að grafa ofan í hver fyrir sig. Menn verða að mæta klárir með hausinn í lagi og bara smá pung, sýna aðeins það sem við stöndum fyrir sem við gerum ekki í dag."

Þórsarar eru komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Er Siggi með óskamótherja í bikarnum?

„Já, það er rosalega auðvelt að segja bara KA. Það skiptir ekki öllu máli heima eða úti. Það væri kannski meiri stemning að hafa það á Greifavelli, vinna þá þar."

Siggi skoraði úr vítaspyrnu undir lok leiks og erfitt var að sjá á hvað var dæmt. Siggi segist ekki alveg vita á hvað var dæmt.

„Svo bendir Helgi [dómari leiksins] á punktinn. Þeir segja hendi en ég get ekki svarað því."

Að lokum var Siggi spurður út í dagana fyrir þennan leik en Þór hefur verið mikið milli tannanna á fólki og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum vegna derhúfna sem leikmenn og þjálfari voru með á höfði sér í viðtölum eftir síðasta leik. Truflaðist undirbúningurinn fyrir þennan leik vegna atburða vikunnar?

„Nei ég get ekki séð það að það hafi einhver áhrif á okkur. Þetta er eitthvað sem stjórnin glímir við. Við höfum haldið okkur algjörlega utan við þessi mál í fjölmiðlum og það á ekki að hafa nein áhrif á okkur. Ef það er samt tilfellið þá er það hjá hverjum og einum að vinna úr því. Það á ekki að hafa nein áhrif."
Athugasemdir
banner
banner