Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
   lau 25. janúar 2014 15:35
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Jói Berg: Enski boltinn gæti hentað mér vel
Jói Berg í landsleik gegn Króatíu.
Jói Berg í landsleik gegn Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar mæta PSV Eindhoven í kvöld. Jóhann var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 í dag og má hlusta á það í spilaranum hér að ofan.

Leikur PSV og AZ verður 19:45 í kvöld. SkjárSport sýnir leikinn í beinni.

„Maður þarf bara að hvílast vel og borða á réttum tíma, þá er allt í góðu lagi," sagði Jóhann sem var í andlegum undirbúningi fyrir leikinn.

„Þetta er flottur leikur og flottur völlur til að spila á. Það er alltaf gaman að spila á móti þessum stærri liðum. Sjálkrafa gefur það manni eitthvað aukalega. PSV er með 35 þúsund manna völl og mjög góða stuðningsmenn."

Jóhann býst við að vera í byrjunarliðinu en hinn reynslumikli Dick Advocaat, fyrrum þjálfari hollenska landsliðsins, er þjálfari AZ.

„Það er alltaf skrítið að fá að vita liðið bara á leikdegi en hann er náttúrulega frábær þjálfari. Hann er með mikla reynslu og kann þetta. Það er mjög auðvelt að tala við hann og hann ræðir við leikmenn um hvað hann vill fá frá hverjum og einum. Hann er líka með húmor. Þetta er öðruvísi en við vorum með áður fyrr."

Jóhann mun yfirgefa hollensku deildina í sumar.

„Staðan er óbreytt. Ég ætla annað í sumar. Ég hef verið hér í einhver fimm ár og er að fara að spila minn 150. leik fyrir AZ í dag. Ég held að það sé kominn tími á að prófa eitthvað nýtt og verður gaman að sjá hvar maður endar. Það er áhugi frá öllum þessum stærstu löndum," sagði Jóhann.

„Maður bíður bara og sér hvað gerist. Það þarf að hugsa vel og skoða þetta."

Hann telur sig geta aðlagast hvaða deild sem er en telur upp England og Þýskaland sem bolta sem gæti hentað sér vel.

„ Á Englandi vilja menn náttúrulega mann sem getur krossað boltanum inn í teiginn og eru væntanlega með einhvern stóran og sterkan í boxinu. Svo er mikið tempó í Þýskalandi. Það er deild sem gæti hentað mér. Spánn og Ítalía eru aðeins rólegri deildir en maður getur plummað sig hvar sem er ef maður er nógu góður."
Athugasemdir