Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar mæta PSV Eindhoven í kvöld. Jóhann var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 í dag og má hlusta á það í spilaranum hér að ofan.
Leikur PSV og AZ verður 19:45 í kvöld. SkjárSport sýnir leikinn í beinni.
Leikur PSV og AZ verður 19:45 í kvöld. SkjárSport sýnir leikinn í beinni.
„Maður þarf bara að hvílast vel og borða á réttum tíma, þá er allt í góðu lagi," sagði Jóhann sem var í andlegum undirbúningi fyrir leikinn.
„Þetta er flottur leikur og flottur völlur til að spila á. Það er alltaf gaman að spila á móti þessum stærri liðum. Sjálkrafa gefur það manni eitthvað aukalega. PSV er með 35 þúsund manna völl og mjög góða stuðningsmenn."
Jóhann býst við að vera í byrjunarliðinu en hinn reynslumikli Dick Advocaat, fyrrum þjálfari hollenska landsliðsins, er þjálfari AZ.
„Það er alltaf skrítið að fá að vita liðið bara á leikdegi en hann er náttúrulega frábær þjálfari. Hann er með mikla reynslu og kann þetta. Það er mjög auðvelt að tala við hann og hann ræðir við leikmenn um hvað hann vill fá frá hverjum og einum. Hann er líka með húmor. Þetta er öðruvísi en við vorum með áður fyrr."
Jóhann mun yfirgefa hollensku deildina í sumar.
„Staðan er óbreytt. Ég ætla annað í sumar. Ég hef verið hér í einhver fimm ár og er að fara að spila minn 150. leik fyrir AZ í dag. Ég held að það sé kominn tími á að prófa eitthvað nýtt og verður gaman að sjá hvar maður endar. Það er áhugi frá öllum þessum stærstu löndum," sagði Jóhann.
„Maður bíður bara og sér hvað gerist. Það þarf að hugsa vel og skoða þetta."
Hann telur sig geta aðlagast hvaða deild sem er en telur upp England og Þýskaland sem bolta sem gæti hentað sér vel.
„ Á Englandi vilja menn náttúrulega mann sem getur krossað boltanum inn í teiginn og eru væntanlega með einhvern stóran og sterkan í boxinu. Svo er mikið tempó í Þýskalandi. Það er deild sem gæti hentað mér. Spánn og Ítalía eru aðeins rólegri deildir en maður getur plummað sig hvar sem er ef maður er nógu góður."
Athugasemdir