Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 25. nóvember 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Á förum frá Víkingi - „Ætlum ekkert að gefa hann"
Halldór Jón
Halldór Jón
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Freyr
Axel Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurður Þórðarson er á förum frá Víkingi. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í Dr. Football, kom inn á Halldór í hlaðvarpsþætti í vikunni. Hrafnkell orðaði Halldór við ÍBV, Fjölni og Keflavík.

Halldór er skráður með samning út tímabilið 2023. Er hann laus og honum frjálst að fara frá Víkingi?

„Ég held að hann sé á samningi en hann er á förum. Við ætlum ekkert að fara gefa hann, hann var einn af lykilmönnum okkar sérstaklega fyrri hlutann og stóð sig mjög vel. Ég held að einhver lið hafi sýnt honum áhuga og þá þurfa þau að tala við okkur um kaup og kjör. Við ætlum samt ekkert að standa í vegi fyrir honum, hann er búinn að þjóna okkur mjög vel," sagði Arnar.

Sjá einnig:
Tímdi ekki að fórna eiginleikum Dóra í bakvörðinn

Gætu farið erlendis
Býstu við því að fleiri séu á förum frá liðinu?

„Það kæmi ekkert á óvart ef það væru einhverjir leikmenn myndu fara erlendis. Það kæmi ekki á óvart með Atla [Barkarson] eða Kristal [Mána Ingaso] sem dæmi."

Skiljanlegt ef hann sæi fyrir sér fleiri mínútur annars staðar
En Axel Freyr Harðarson sem gekk í raðir félagsins fyrir síðasta tímabil en var svo lánaður í Kórdrengi?

„Það væri vel skiljanlegt ef hann sæi fyrir sér að hann fengi fleiri mínútur annars staðar. En eins og staðan er í dag þá er ég mjög ánægður að hafa hann í okkar hóp, gæði á æfingum og þess háttar. Ég sem þjálfari vill hafa sem mest af góðum leikmönnum og hann á heima í þeim hópi," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner