Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Villa gæti samið við þýsku meistarana
Mynd: Getty Images
Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen eru að íhuga að fá argentínska leikmanninn Emi Buendia á láni frá Aston Villa fyrir gluggalok.

Buendia er 28 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem er samningsbundinn Villa til 2026.

Argentínumaðurinn hefur komið við sögu í nítján leikjum með Villa á tímabilinu en aðeins byrjað þrjá leiki, tvo í enska deildabikarnum og svo síðasta Meistaradeildarleik gegn Mónakó.

Villa er opið fyrir því að leyfa honum að fara í glugganum og er Leverkusen sagt hafa áhuga á því að fá hann á láni út tímabilið með möguleika á að gera skiptin varanleg í sumar.

Buendia kom til VIlla árið 2021 eftir að hafa gert frábæra hluti með Norwich í ensku B-deildinni. Hann var öflugur með Villa fyrstu tvö tímabil sín, en meiddist illa á hné í ágúst árið 2023 og missti því af síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner