Svíinn Anthony Elanga segist vera tilbúinn að snúa aftur í landsliðið en hann var ekki valinn í hópinn í nóvember eftir að hann mætti ekki í kvöldverð með liðinu í verkefninu í október.
Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, vildi lítið tjá sig um málið.
Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, vildi lítið tjá sig um málið.
Elanga hefur tjáð sig í fyrsta sinn um landsliðið eftir þessa dramatík en það gerði hann á Viaplay. Hann vildi ekki ræða samskipti sín við landsliðsþjálfarann.
„Það er á milli mín og Jon, nú er ég hundrað prósent einbeittur á Nottingham. Ég hef byrjað tímabilið frábærlega, þegar landsliðið kemur þá verð ég til staðar ef þeir þurfa á mér að halda," sagði Elanga.
„Ég er alltaf opinn. Það er mikill heiður að vera fulltrúi landsliðsins en núna er ég að einbeita mér mikið að Nottingham. Taktur er mikilvægur fyrir mér. Maður vill ekki fara eitthvað og fá svo ekki að spila og koma svo aftur og þurfa að byrja upp á nýtt."
Athugasemdir