Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Haaland frábær í endurkomu Man City
Mynd: EPA
Manchester City 3 - 1 Chelsea
0-1 Noni Madueke ('3 )
1-1 Josko Gvardiol ('42 )
2-1 Erling Haaland ('68 )
3-1 Phil Foden ('88 )

Manchester City vann endurkomusigur gegn Chelsea á Etihad í stórleik dagsins í úrvalsdeildinni í kvöld.

Abdukodir Khusanov og Omar Marmoush voru kynntir til leiks hjá Man City í dag og voru í byrjunarliðinu nokkrum dögum eftir að þeir gengu til liðs við félagið.

Hinn tvítugi Khusanov byrjaði leikinn afskaplega illa en hann misreiknaði boltann og Noni Madueke skoraði auðveldlega. Stuttu síðar fékk Khusanov gult spjald fyrir brot á Cole Palmer.

Marmoush var líflegur í leiknum en hann kom boltanum í netið einu sinni en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Josko Gvardiol metin þegar Madueke svaf á verðinum og Gvardiol komst fram fyrir hann og skoraði eftir að Robert Sanchez varði skot frá Matheus Nunes.

Það var svo markahrókurinn Erling Haaland sem kom City yfir þegar hann skoraði eftir langa sendingu frá Ederson. Sanchez kom út á móti og Haaland vippaði yfir markvörðinn sem var í einskismannslandi.

Það var svo Phil Foden sem innsiglaði sigurinn þegar Haaland sendi enska sóknarmanninn í gegn og Foden skoraði af miklu öryggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner