Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Atletico Madrid í basli - Real getur náð fjögurra stiga forystu
Gerard Moreno
Gerard Moreno
Mynd: EPA
Atletico Madrid tapaði stigum annan leikinn í röð í spænsku deildinni í dag þegar liðið tók á móti Villarreal.

Atletico byrjaði leikinn betur og Julian Alvarez var nálægt því að skora eftir tuttugu mínútna leik en Luiz Junior markvörður Villarreal sá við honum.

Tæpum tíu mínútum síðar gerðist Reinildo Mandava, varnarmaður Atletico, brotlegur innan vítateigs þegar hann braut á Gerard Moreno. Moreno steig sjálfur á punktinn og skoraði.

Samuel Lino jafnaði metin eftir klukkutíma leik með skoti af stuttu færi og þar við sat. Atletico er stigi á eftir Real Madrid sem á leik til góða gegn Valladolid í kvöld.

Real Betis vann dramatískan sigur á Mallorca fyrr í dag þegar Cedric Bakambu skoraði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Atletico Madrid 1 - 1 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('29 , víti)
1-1 Lino ('58 )

Mallorca 0 - 1 Betis
0-1 Cedric Bakambu ('90 )
Rautt spjald: Omar Mascarell, Mallorca ('73)

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 21 15 4 2 50 20 +30 49
2 Atletico Madrid 21 13 6 2 35 14 +21 45
3 Barcelona 21 13 3 5 57 23 +34 42
4 Athletic 21 11 7 3 31 18 +13 40
5 Villarreal 21 9 7 5 39 32 +7 34
6 Mallorca 21 9 3 9 19 26 -7 30
7 Vallecano 21 7 8 6 25 24 +1 29
8 Betis 21 7 7 7 23 26 -3 28
9 Girona 21 8 4 9 29 29 0 28
10 Real Sociedad 21 8 4 9 17 17 0 28
11 Osasuna 21 6 9 6 25 30 -5 27
12 Sevilla 21 7 6 8 24 30 -6 27
13 Celta 20 7 3 10 29 32 -3 24
14 Getafe 21 5 8 8 17 17 0 23
15 Leganes 21 5 8 8 19 29 -10 23
16 Las Palmas 21 6 5 10 26 34 -8 23
17 Alaves 20 5 5 10 24 32 -8 20
18 Espanyol 21 5 5 11 20 33 -13 20
19 Valencia 21 3 7 11 19 34 -15 16
20 Valladolid 21 4 3 14 14 42 -28 15
Athugasemdir
banner
banner
banner