Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 13:41
Brynjar Ingi Erluson
Felix ekki með Chelsea í dag vegna ástvinamissis
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknartengiliðurinn Joao Felix verður ekki með Chelsea gegn Manchester City í dag vegna andláts í fjölskyldu hans en þetta segir enski blaðamaðurinn Matt Law.

Felix, sem er 25 ára gamall, fékk leyfi frá Chelsea til að ferðast til heimalandsins til þess að syrgja ástvin.

Hann verður því ekki í hópnum í stórleiknum gegn Manchester City, en verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik Chelsea sem er gegn West Ham 3. febrúar næstkomandi, sama dag og glugginn lokar.

Portúgalinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliði Chelsea í deildinni á þessu tímabili og er talið að hann vilji fara frá félaginu í leit að meiri spiltíma.

Ensku miðlarnir hafa orðað hann við uppeldisfélagið, Benfica, en AC Milan og Manchester United eru einnig sögð fylgjast náið með stöðu leikmannsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner