Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði NAC Breda þegar liðið tapaði gegn toppliði PSV í hollensku deildinni í kvöld.
Hann átti ekki nógu góðan leik og var tekinn af velli undir lokin. Þá var staðan 2-1 fyrir PSV en Breda náði forystunni áður en PSV svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks.
Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma innsiglaði Ricardo Papi sigur PSV en Breda tókst að klóra í bakkann áður en leiknum lauk. Breda er í 9. sætimeð 25 stig eftir 20 umferðir.
Hann átti ekki nógu góðan leik og var tekinn af velli undir lokin. Þá var staðan 2-1 fyrir PSV en Breda náði forystunni áður en PSV svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks.
Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma innsiglaði Ricardo Papi sigur PSV en Breda tókst að klóra í bakkann áður en leiknum lauk. Breda er í 9. sætimeð 25 stig eftir 20 umferðir.
Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn þegar Lille tapaði gegn Strasbourg í frönsku deildinni 2-1. Lille er í 4. sæti með 32 stig eftir 19 umferðir.
Atli Barkarson var tekinn af velli í hálfleik þegar Waregem vann endurkomusigur gegn Eupen í næst efstu deild í Belgíu. Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Eupen og Atli var með lægstu einkunn af útileikmönnum liðsins hjá Flashscore.
Eupen var manni færri allan seinni hálfleikinn og Waregem tókst að nýta það. Þeir jöfnuðu metin áður en Eupen missti annan mann af velli og Matheus Machado innsiglaði sigur Waregem. Liðið er á toppnum með 44 stig eftir 18 umferðir. Liðið er með sjö stiga forystu.
Íslendingaliðið Düsseldorf vann dramatískan 3-2 útisigur gegn Karlsruhe í þýsku B-deildinni í dag en sigurmarkið kom í uppbótartíma. Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson voru báðir í byrjunarliði Düsseldorf. Það er jöfn og spennandi barátta á toppnum, Düsseldorf er í fimmta sæti en aðeins fjórum stigum frá toppnum.
Athugasemdir