Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frankfurt hefur fundið eftirmann Marmoush (Staðfest)
Elye Wahi
Elye Wahi
Mynd: EPA
Elye Wahi er genginn til liðs við Frankfurt frá Marseille. Hann skrifaði undir fimm ára samning.

Wahi er 22 ára gamall framherji en hann kemur til liðsins eftir að félagið seldi Omar Marmoush til Man City.

Hann er uppalinn hjá Montpellier en lék einnig með Lens áður en hann gekk til liðs við Marseille. Hann var aðeins í hálft ár hjá Marseille og lék 14 leiki og skoraði þrjú mörk.

Hann á 30 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Frakka.
Athugasemdir
banner
banner
banner