Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 18:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Tipsbladet 
FCK vill að Rúnar Alex fari í annað félag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tipsbladet segir að Rúnar Alex Rúnarsson hafi fengið þau skilaboð frá FC Kaupmannahöfn að félagið vilji að hann finni sér nýja vinnuveitendur áður en glugganum verður lokað.

Rúnar Alex hefur ekkert spilað í æfingaleikjum FCK í danska vetrarfríinu en Nathan Trott og hinn 18 ára gamli Oscar Buur hafa staðið milli stanganna.

Rúnar Alex er 29 ára og er samningsbundinn til 2027. Hann hefur verið hjá FCK í eitt ár, síðan hann yfirgaf Arsenal, en aðeins spilað einn leik, Evrópuleik gegn Bruno's Magpies.

Rúnar Alex á 27 landsleiki fyrir Ísland en hefur ekki verið í landsliðshópnum í síðustu verkefnum.

Hann er ekki eini markvörðurinn sem FCK vonast til að losa því hinn tvítugi Theo Sander hefur fengið sömu skilaboð.
Athugasemdir
banner
banner