Antony er mættur til Real Betis á láni frá Manchester United út tímabilið. Betis mun borga meirihlutann af laununum hans.
Antony hefur valdið miklum vonbrigðum í treyju Man Utd eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Ajax fyrir rúmlega 80 milljónir punda árið 2022.
Þessi 24 ára gamli Brasilíumaður hefur skorað 12 mörk og lagt upp fimm í 96 leikjum fyrir United. Hann hafði aðeins skorað eitt mark í öllum keppnum á þessu tímabili.
Félagaskiptin voru staðfest í kjölfar 1-0 sigurs Betis gegn Mallorca fyrr í dag. Liðið er í 9. sæti spænsku deildarinnar með 28 stig eftir 21 umferð.
???????????????? ???????????????? ???????????????? ???????? ???????? pic.twitter.com/tPYhO75YXE
— Real Betis Balompié (@RealBetis_en) January 25, 2025
Athugasemdir