Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Maresca vill fá meira frá Sanchez - „Mjög langt frá þeim stað sem ég vil að hann sé á“
Mynd: EPA
Sæti spænska markvarðarins Robert Sanchez í byrjunarliði Chelsea er ekki öruggt fyrir næstu leiktíð en þetta segir ítalski stjórinn Enzo Maresca.

Sanchez er að spila annað tímabil sitt með Chelsea en áður lék hann með Brighton.

Markvörðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili og hefur gert fjögur mistök sem hafa leitt að marki til þessa og bara nú síðast í 3-1 sigrinum á Wolves. Hann mun samt sem áður halda sæti sínu í liðinu út leiktíðina.

„Ég er að hugsa um þetta tímabil og það er klárt mál að hann er aðalmarkvörðurinn, en hvað gerist í framtíðinni veit ég ekki. Hann er að verða betri og betri, en hann er samt enn mjög langt frá þeim stað sem ég vil að hann sé á,“ sagði Maresca.

Danski markvörðurinn Filip Jörgensen hefur verið Sanchez til halds og trausts á tímabilinu. Jörgensen hefur fengið að spila í Sambandsdeildinni og í bikarkeppnunum, en einnig fengið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner