Brynjólfur Willumsson var í byrjunarliði Groningen þegar liðið vann gríðarlega sterkan sigur á Heerenveen í hollensku deildinni í kvöld.
Eina mark leiksins kom eftir klukkutíma leik. Liðið hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð fyrir sigurinn í kvöld. Liðið er í 14. sæti með 20 stig, sex stigum frá fallsæti.
Jón Dagur Þorsteinsson kom ekkert við sögu í 3-2 tapi Hertha Berlin gegn Hamburger SV í næst efstu deild í Þýskalandi. Þetta er annar leikurinn í röð sem Jón Dagur situr sem fastast á bekknum. Hertha er í 12. sæti með 25 stig eftir 19 umferðir en HSV er á toppnum með 34 stig.
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður en þurfti að fara af velli undir lokin þegar Orlando City gerði markalaust jafntefli gegn brasilíska liðinu Atletico Mineiro í kvöld. Farið var í vítaspyrnukeppni þar sem Orlando vann 6-5.
Athugasemdir