Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 19:32
Elvar Geir Magnússon
Þungavigtarbikarinn: Stjarnan vann og mætir Breiðabliki í úrslitum
Viktor Jónsson skoraði þrennu gegn Aftureldingu.
Viktor Jónsson skoraði þrennu gegn Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann 4-2 sigur gegn FH í Þungavigtarbikarnum í dag en leikið var í hinni frægu Skessu í Hafnarfirði. Stjörnumenn munu leika til úrslita í þessu æfingamóti næsta föstudagskvöld, 31. janúar, klukkan 19:00

Breiðablik og Stjarnan mætast í úrslitaleiknum sem fram fer á heimavelli Íslandsmeistarana í Kópavogi.

Í Akraneshöllinni vann ÍA 4-3 sigur gegn Aftureldingu í dag en Viktor Jónsson skoraði þrennu í leiknum.

FH 2 - 4 Stjarnan
Mörk FH: Gils Gíslason og Dagur Traustason.
Mörk Stjörnunnar: Örvar Eggertsson, Benedikt Waren, Dagur Orri Garðarsson, Daníel Finns Matthíasson.

ÍA 4 - 3 Afturelding
Mörk ÍA: Viktor Jónsson 3, Hinrik Harðarson.
Mörk Aftureldingar: Andri Freyr Jónasson 2, Sindri Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner