Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 09:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou: Erum að leika okkur að eldinum
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, vonast til að félagið kaupi fleiri leikmenn í vetur en það eru mikil meiðslavandræði í hópnum.

Tékkneski markvörðurinn Antonin Kinsky er eini leikmaðurinn sem félagið hefur fengið í janúar.

Postecoglou var spurður að því hvort það væru til peningar í félaginu til að eyða í leikmannakaup. Johan Lange, tæknilegur ráðgjafi, félagsins sér um leikmannakaupin.

„Ég spyr ekki svona spurninga. Ég er ekki inn í þessum málum. Mín samtöl við Johan og félagið eru um að reyna að hjálpa leikmönnunum og ég mun fá þá til að vinna sína vinnu," sagði Postecoglou.

„Við erum að leika okkur að eldinum með því að kaupa engan, en samt sem áður er félagið að reyna að breyta því."
Athugasemdir
banner
banner