Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 20:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola hefur ekki rætt við Khusanov - „Hann talar ekki ensku"
Khusanov var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik
Khusanov var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Man City, kom Abdukodir Khusanov til varnar eftir að Úsbekinn gerði slæm mistök í sínum fyrsta leik fyrir liðið í sigri gegn Chelsea í kvöld.

Khusanov ætlaði að skalla boltann til baka á Ederson en hitti boltann illa sem endaði með því að Noni Madueke kom boltanum í netið. Guardiola segist ekki hafa rætt við Khusanov eftir leikinn vegna tungumálaörðuleika.

„Þetta var ekki besta byrjunin, við vorum heppnir að þeir komust ekki í 2-0. Eftir að við náðum okkur andlega áttum við góðan leik," sagði Guardiola.

„Hann talar ekki ensku svo ég hef ekki talað við hann. Það verður í lagi með hann, hann æfði aðeins einu sinni eða tvisvar. Ég vildi ekki ýta Stones út á völlinn eftir meiðsli þar sem það er leikur á miðvikudaginn (gegn Club Brugge)," sagði Guardiola.

„Leikmennirnir eru saman í þessu, það er mjög mikilvægt. Allir geta gert mistök, stuðningsmennirnir styðja alltaf nýja leikmenn. Hann er ungur og mun læra."
Athugasemdir
banner
banner