Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man Utd gegn Rangers: Garnacho og Collyer byrja
Mynd: EPA
Manchester United og Rangers eigast við í Evrópudeildinni i kvöld en liðin eru í harðri baráttu um að komast beint áfram í 16-liða úrslitin.

Alejandro Garnacho hefur verið orðaður við Chelsea í dag en Ruben Amorim velur hann i byrjunarliðið. Altay Bayindir er Evrópumarkvörður liðsins og þá er hinn 21 árs gamli Toby Collyer í liðinu en hann hefur komið við sögu í 12 leikjum á tímabilinu.

Þá er Antony á bekknum en hann er á leið til Real Betis.

Orri Steinn Óskarsson er á bekknum hjá Real Sociedad sem mætir Lazio og Kristian Hlynsson er á bekknum hjá Ajax sem mætir RFS.

Man Utd: Bayindir, De Ligt, Martinez, Yoro, Amad, Collyer, Eriksen, Dalot, Fernandes, Garnacho, Zirkzee.

Varamenn Heaton, Onana, Maguire, Malacia, Mazraoui, Casemiro, Mainoo, Ugarte, Antony, Hojlund.
Athugasemdir
banner
banner
banner