Logi Hrafn Róbertsson gekk til liðs við króatíska félagið Istra í janúar eftir að samningur hans við FH hafði runnið út.
Logi Hrafn er tvítugur miðjumaður en hann hafði leikið allan sinn feril hjá FH áður en hann hélt til Króatíu. Hann lék 102 leiki fyrir FH og skoraði 2 mörk.
Logi Hrafn er tvítugur miðjumaður en hann hafði leikið allan sinn feril hjá FH áður en hann hélt til Króatíu. Hann lék 102 leiki fyrir FH og skoraði 2 mörk.
Istra er í neðri hlutanum í efstu deild en liðið er í 8. sæti af 10. Liðið heimsótti stórlið Dinamo Zagreb sem mætti Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni og tapaði.
Dinamo vann hins vegar Istra í gær 3-1. Logi Hraf byrjaði á bekknum en kom inn á 82. mínútu.
Næsti leikur liðsins er gegn Gorica á heimavelli þann 30. janúar en Gorica er á botni deildarinnar, þremur stigum á eftir Istra.
Athugasemdir