Íslendingalið Madrid tapaði fyrir Tenerife, 2-0, í Liga F á Spáni í dag og bíður liðið enn eftir fyrsta sigri ársins.
Madrídarliðið hefur spilað þrjá deildarleiki á nýju ári og var tapið í dag það fyrsta á árinu.
Hildur spilaði á miðsvæðinu hjá Madrid og þá kom Ásdís Karen Halldórsdóttir inn af bekknum í síðari hálfleik, en liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og er nú með 18 stig í 10. sæti.
Katla Tryggvadóttir skoraði fimmta og síðasta mark sænska liðsins Kristianstad í 5-2 sigri á Trelleborg í æfingaleik í dag. Hún var eini Íslendingurinn sem spilaði leikinn, en Alexandra Jóhannsdóttir, sem gekk í raðir félagsins frá Fiorentina á dögunum var ekki með og ekki heldur þær Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir var þá í liði Bröndby sem vann 2-0 sigur á Rosengård í æfingaleik. Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård.
Athugasemdir