Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milan á eftir framherja Feyenoord - Skoraði tvennu gegn Bayern
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur gert tilboð í Santiago Gimenez, framherja Feyenoord. Frá þessu greinir ítalski fréttamaðurinn Matteo Moretto.

Hann segir að tilboðið sé um 30 milljónir evra en hollenska félagið vill fá um 40 milljónir evra fyrir hann. Milan er tilbúið að bjóða honum þriggja og hálfs árs samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Mörg stórlið voru á eftir Gimenez í sumar en Nottingham Forest virtist komast lengst í viðræðunum en ekkert varð úr því að lokum.

Hann hefur verið stórkostlegur í búningi Feyenoord en hann hefur skorað 64 mörk í 104 leikjum. Hann skoraði tvennu í 3-0 sigri Feyenoord gegn Bayern í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner