Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maresca treystir Sanchez - „Veit að hann gerir mistök"
Sanchez í leiknum í kvöld
Sanchez í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Robert Sanchez, markvörður Chelsea, hefur verið harðlega gagnrýndur á þessu tímabili. Hann gerði enn ein mistökin í kvöld þegar Haaland greip hann í einskismannslandi, vippaði yfir hann og skoraði.

Andstæðingurinn hefur skorað fimm mörk á tímabilinu eftir mistök Sanchez. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, tjáði sig um markvörðinn eftir leikinn.

„Við treystum Sanchez klárlega een á sama tíma veit hann að hann er að gera mistök," sagði Maresca.

„Við byrjuðum vel. Skorum fyrsta markið og hefðum getað skorað annað. Leikurinn er alltaf opinn gegn þessu liði og þessum leikmönnum. Við fengum á okkur mark í lok fyrri hálfleiks og seinni hálfleikurinn var alltaf 50/50," sagði Maresca.

„Við þurfum að gera betur en halda áfram að spila eins og við gerum, við skoruðum fyrst og hefðum getað skorað annað. Ef við hefðum gert það hefði leikurinn verið allt öðruvísi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner