Skoski sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Ewan Cameron og Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Man Utd, skiptust á orðum á samfélagsmiðlinum X eftiir leik Man Utd gegn Rangers í gær.
Það eru mikil meiðslavandræði í herbúðum Rangers og margir ungir og óreyndir leikmenn fengu tækifæri í gær.
Cameron velti því fyrir sér hvort Man Utd myndi enda í einu af þremur efstu sætunum í skosku deildinni og merkti Ferdinand í póstinn.
Ferdinand svaraði því svona: „Bruno (Fernandes) myndi skora 112 mörk þarna."
Þá svaraði Cameron: „Þú þarft bekk sem er yfir 200 milljón punda virði til að vinna lið með fullt af krökkum. Krakkarnir í Rangers spiluðu bara af því að skólinn er lokaður á morgun vegna veðurs. Sýndu smá virðingu."
Bruno Fernandes var hetja Man Utd þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Man Utd er í 4. sæti Evrópudeildarinnar fyrir lokaumferðina en Rangers er í 13. sæti.
Mate….you talk some amount of pish
— Ewen Cameron (@EwenDCameron) January 23, 2025
You needed over £200 million worth of talent from the bench to beat a team with kids in it.
The Rangers kids only played tonight because their school is closed tomorrow because of the weather
Show a bit more respect ya fud#Rangers #ManUtd https://t.co/qrHuKA4j80
Athugasemdir