Manchester United hefur sent njósnara til að vera viðstaddur leik Benfica gegn Casa Pia í portúgölsku deildinni í dag en þetta kemur fram í portúgalska miðlinum Record.
Njósnarinn mun fylgjast náið með vinstri bakverðinum Alvaro Carreras sem hefur verið að gera gott mót með Benfica síðan hann gekk í raðir félagsins frá United á síðasta ári.
Carreras er 21 árs gamall Spánverji og var á mála hjá United frá 2020 til 2024, en hann varð meðal annars enskur bikarmeistari með unglingaliðinu en fékk aldrei sénsinn með aðalliðinu.
Hann fór á lán til Preston, Granada og síðan Benfica þar sem hann skein skært áður en hann var keyptur.
Record segir að United sé að íhuga að kaupa Carreras til baka frá Benfica. Félagið þyrfti aðeins að greiða um 17 milljónir punda til að fá hann aftur.
Athugasemdir