Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG ætlar að næla í Rodrygo
Mynd: EPA
PSG ætlar að reyna fá Rodrygo, sóknarmann Real Madrid, í sumar. Frá þessu greinir franski fréttamaðurinn Abdellah Boulma.

Rodrygo er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2028 en PSG ætlar að eltast við hann í sumar ef tækifæri gefst.

Hópurinn hjá Real Madrid er ansi sterkur og það er spurning hvernig staðan verður á Rodrygo næsta sumar. Hann hefur áður verið orðaður við Liverpool og Man City.

Þessi 24 ára gamli Brasilíumaður hefur skorað ellefu mörk og lagt upp fimm í 27 leikjum fyrir Real Madrid á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner