Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænskur miðjumaður til Fram (Staðfest) - Komst í heimsfréttirnar eftir leik gegn Barca
Mynd: Fram
Spænski miðjumaðurinn Isra Garcia er genginn til liðs við Fram. Hann hefur allan sinn feril leikið í heimalandinu.

Hann lék síðast með Barbastro í fjórðu efstu deild á Spáni.

Hann spilaði með Barbastro sem mætti Barcelona í bikarnum fyrr í þessum mánuði en hann komst í fréttirnar fyrir að biðja kærustu sinnar um að giftast sér eftir leikinn og fékk að sjálfsögðu jákvætt svar.

“Isra er sú týpa af leikmanni sem okkur finnst hafa vantað í Fram-liðið, hann er varnarsinnaður miðjumaður með góða sendingargetu og við vonumst til að hann smellpassi inn í okkar hugmyndafræði," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram í samtali við félagið.

Komnir
Vuk Oskar Dimitrijevic frá FH
Róbert Hauksson frá Leikni
Viktor Freyr Sigurðsson frá Leikni
Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík
Óliver Elís Hlynsson frá ÍR
Kristófer Konráðsson frá Grindavík
Arnar Daníel Aðalsteinsson frá Gróttu
Isra Garcia frá Spáni
Víðir Freyr Ívarsson frá Hetti/Hugin (var á láni)
Benjamín Jónsson frá Þrótti Vogum (var á láni)

Farnir
Orri Sigurjónsson í Þór
Brynjar Gauti Guðjónsson
Tiago
Jannik Pohl
Djenairo Daniels
Gustav Dahl
Hlynur Atli Magnússon hættur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner