Það kom upp óvenjulegt atvik í tyrknesku deildinni í gær þegar Stephane Bahoken, leikmaður Kayserispor, fékk rautt spjald fyrir að slá samherja.
Kayserispor heimsótti Sivasspor í gær en liðið lenti í miklum vandræðum. Staðan var orðin 2-0 fyrir Sivasspor eftir tíu mínútna leik.
Um stundafjórðungi síðar fékk Sivasspor aukaspyrnu fyrir utan vítateiginn þegar Miguel Cardoso braut af sér. Bahoken var ekki sáttur og sló Cardoso.
Dómari leiksins gaf Bahoken rautt spjald og það gerði því Kayserispor ekki auðveldara fyrir. Leiknum lauk með 5-2 sigri Sivasspor en Kayserispor var tveimur mönnum færra undir lokin.
Kayserispor's, Stephane Bahoken, receives a red for slapping his own teammate in today's game against Sivasspor.
byu/3MTing insoccer
Athugasemdir