Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Emery segist ekki vita hvort Duran verði áfram
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Aston Villa á Englandi, segist ekki vita hvort Jhon Duran eða aðrir leikmenn sem eru orðaðir við brottför frá félaginu fari í þessum mánuði.

Samkvæmt ensku miðlunum er sádi-arabíska félagið Al-Nassr að íhuga að kaupa Duran á næstu dögum fyrir um það bil 80 milljónir punda.

Paris Saint-Germain er einnig að skoða Duran og viðurkennir Emery að það gætu orðið einhverjar breytingar á hópnum fyrir gluggalok.

„Þetta á ekki bara við um Jhon Duran heldur aðra leikmenn líka. Þegar við erum hér saman þá einbeiti mér mjög mikið að því hvernig við hugsum og skipuleggjum næsta leik og allir leikmennirnir eru með sama hugsunarhátt.“

„Það eru kannski einhverjir orðrómar um leikmenn sem gætu farið frá félaginu eða komið hingað frá öðrum félögum, en ég held að öll félög séu í sömu stöðu.“

„Einbeiting mín og leikmanna er á leiknum gegn West Ham þar sem við ætlum að vera fagmannlegir, þroskaðir, ábyrgir og alvarlegir. Síðan eftir nokkra daga gætu einhverjir leikmenn farið og einhverjir gætu komið inn.“

„En hópurinn sem við erum með hér á þessum tímapunkti verður að vera fagmannlegur, ábyrgur og spila þar sem öll einbeiting er sett á næsta leik.

„Ég veit ekki fyrr en á lokadegi gluggans hversu margar breytingar verða á hópnum, en á morgun verðum við hér með öllum leikmönnunum sem við höfum og þar verður 100 prósent einbeiting á leiknum gegn West Ham,“
sagði Emery.
Athugasemdir
banner
banner
banner